| 1.0. | Innan ÍF skal starfa Special Olympics nefnd (skammstafað S.O.)
skipuð þremur til fimm mönnum.
Formaður ÍF skal vera formaður S.O. nefndar ÍF.
Staðgengill formanns ÍF er varaformaður ÍF.
|
| 2.0 | Verkefni nefndarinnar skulu vera eftirfarandi:
|
| 2.1 | S.O. nefnd ÍF skal hafa til umfjöllunar helstu verkefni á vegum S.O.
erlendis og vera umsagnaraðili um val þátttakenda og fararstjóra á mót
SOI og SOE. Endanlegt val skal vera í höndum stjórnar ÍF.
|
| 2.2 | S.O. nefnd ÍF skal skipuleggja Íslandsleika S.O. sem halda skal annað hvert
ár. Aðildarfélög ÍF geta verið framkvæmdaaðilar þessarra leika í samráði
við S.O. nefnd ÍF.
|
| 2.3 | S.O. nefnd ÍF skal leitast við að kynna og útbreiða hugmyndafræði SOI
og hafa yfirumsjón með því starfi sem varðar S.O. erlendis sem innanlands.
|
| 2.4 | Stjórn ÍF styrkir S.O. nefnd ÍF fjárhagslega og hefur yfirumsjón með allri
fjáröflun eins og gildir um annað starf á vegum ÍF.
|